Góðan daginn, kæri lesandi
Ég er komin með hugmynd. Á ég ekki að framkvæma hana? Jú, mér finnst hún spennandi.
Hugmyndin er komin frá henni Ameríku þar sem allt er svo stórt. Ég var að vafra á veraldavefnum og datt þá inn á hlaðvarp þar sem spjallað er við alskonar hönnuði og þar hlustaði ég á unga konu sem vann sem grafískur hönnuður en hætti á auglýsingastofunni og fór að gera það sem hana langaði mest að gera. Hún handskrifar orðsendingar og sendir út um allan heim. Og ég pantaði tvö umslög frá henni.
Varð fyrir smá, bara smá, vonbrigðum þar sem orðsendingarnar frá henni voru prentaðar. En allt er stórt í Ameríkunni og engan vegin mögulegt fyrir hana að hafa allar orðsendingarnar sem frumrit.
En þar sem Ísland er svo lítið þá ætla ég að bjóða upp á handskrifuð “Skilaboð”. Allt sem ég sendi frá mér eru frumrit, handskrifað með eigin hendi.
Og þá er bara að byrja að skrifa, búa til vefsíðu, stofna Instagram og taka við pöntunum og vonast til að gleðja þann sem fær umslagið í hendur.
Frábær dagur til að hefjast handa
Ykkar Sandra
Skilaboð Söndru